Lífið

Varar við fjandsamlegum leiðtogum og stigmagnandi ofbeldi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Page kallar eftir því að almenningur komi auga á orsakasamhengið á milli þess að hafa fólk í valdastöðu sem "hatar annað fólk“ og ofbeldisins sem þrífist í samfélaginu.
Page kallar eftir því að almenningur komi auga á orsakasamhengið á milli þess að hafa fólk í valdastöðu sem "hatar annað fólk“ og ofbeldisins sem þrífist í samfélaginu. Vísir/getty
Kanadíska leikkonan Ellen Page hélt mikla eldræðu í spjallþætti Stephens Colbert en hún gerði spillt valdafólk meðal annars að umfjöllunarefni sínu. Hún segist vera orðin dauðþreytt á hómófóbíu og karlrembu.

Page er gift listdansaranum Emmu Portner en hún segir að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, óskaði sér að þær væru ekki giftar vegna afar umdeildra skoðana hans um samkynhneigð.

„Varaforseti Bandaríkjanna óskar sér að ég og eiginkonan mín værum ekki ástfangnar,“ segir Page sem er nóg boðið. Pence hafi valdið hinsegin fólki í Indiana-ríki mikilli þjáningu þegar hann var ríkisstjóri. Hann hafi viljað banna hjónaband hinsegin fólks og trúað á svokallaða „conversion therapy“ sem er meðferð sem miðar að því að breyta kynhneigð samkynhneigðra einstaklinga.

Page kallar eftir því að almenningur komi auga á orsakasamhengið á milli þess að hafa fólk í valdastöðu sem „hatar annað fólk“ og ofbeldisins sem þrífist í samfélaginu.

Hún beinir orðum sínum til spilltra valdhafa: „Þú ert í valdastöðu og hatar fólk og þú vilt valda því þjáningu. Þú helgar ferlinum þínum því að valda þjáningu. Hvað heldur þú að gerist? Krakkar verða misnotaðir og þeir eiga eftir að svipta sig lífi og fólk á eftir að verða fyrir ofbeldi á götum úti,“ segir Page.

Hún segist heppin að geta nýtt stöðu sína og sess í samfélaginu til að segja: „Þessu verður að linna, fjandinn hafi það!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.