Kuldinn á höfuðborgarsvæðinu leiddi til þess að aldrei áður hefur verið notað meira af heitu vatni þar en síðasta sólarhringinn. Þegar mest var nýttu borgarbúar og fyrirtæki tæplega 17.000 rúmmetra af heitu vatni.
Í tilkynningu frá Veitum sem send var út klukkan 11:38 kemur fram að síðustu klukkustundina hafi metrennslið verið. Met fyrir meðalrennsli á sólahring hafi einnig verið slegið.
Útlit sé fyrir hægan vöxt í notkun á heitu vatni fram eftir degi. Síðan dragi jafnt og þétt úr notkuninni.
„Enn sem komið er hefur ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Veitna.
Innlent