Ánægja með snjallsímabann í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2019 13:00 Notkun á snjallsímum hefur verið bönnuð í grunnskólum Fjarðabyggðar. Vísir/getty Snjallsímar nemenda hafa verið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar en í sveitarfélaginu eru fimm skólar með um 720 nemendum. Bannið er sett í því skyni að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar er ánægður með nýju reglurnar sem er tilraunaverkefni í eitt ár. Nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar tóku í gildi í gær, 1. febrúar. Samkvæmt reglunum mega nemendur ekki nota sín eigin snjalltæki á skólatíma og mælst er til þess að nemendur geymi tækin sín heima og að slökkt sé á þeim, séu tækin tekin með í skólann. En af hverju var ákveðið að fara þessa leið? „Það sem vakti fyrir fræðslunefnd og bæjarstjórn var það að menn vildu gera námsumhverfið enn betra í skólunum heldur en það var, þó það hafi verið ljómandi, þá vildu menn bæta það með þessari aðgerð. Hugmyndin er jafnframt að stuðla að því að nemendum myndi líða betur og það væri og það færi fram meira nám í skólunum“, segir Þóroddur. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð.isÞóroddur segir að almenn ánægja sé hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum í Fjarðabyggð með nýju reglurnar. En hvaða reglur gilda um starfsmenn skólanna þegar snjalltæki eru annars vegar? „Það er það að starfsfólk notar eigin snjallsíma í kennslufræðilegum tilgangi eða sem öryggistæki“. Nú þegar nemendur mega ekki lengur koma með snjalltækin sín í skólana hefur Fjarðabyggð brugðist við og keypt 500 nýjar spjaldtölvur í skólana, auk þess sem nettenging í öllum skólanum verður eflt. En er Þóroddur ánægður með nýju snjallsíma reglurnar ? „Já, ef námið getur orðið betra hjá nemendum og sérstaklega ef líðan þeirra getur orðið enn betri þá er ég ánægður“. Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Sv.félög Tækni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Snjallsímar nemenda hafa verið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar en í sveitarfélaginu eru fimm skólar með um 720 nemendum. Bannið er sett í því skyni að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar er ánægður með nýju reglurnar sem er tilraunaverkefni í eitt ár. Nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar tóku í gildi í gær, 1. febrúar. Samkvæmt reglunum mega nemendur ekki nota sín eigin snjalltæki á skólatíma og mælst er til þess að nemendur geymi tækin sín heima og að slökkt sé á þeim, séu tækin tekin með í skólann. En af hverju var ákveðið að fara þessa leið? „Það sem vakti fyrir fræðslunefnd og bæjarstjórn var það að menn vildu gera námsumhverfið enn betra í skólunum heldur en það var, þó það hafi verið ljómandi, þá vildu menn bæta það með þessari aðgerð. Hugmyndin er jafnframt að stuðla að því að nemendum myndi líða betur og það væri og það færi fram meira nám í skólunum“, segir Þóroddur. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð.isÞóroddur segir að almenn ánægja sé hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum í Fjarðabyggð með nýju reglurnar. En hvaða reglur gilda um starfsmenn skólanna þegar snjalltæki eru annars vegar? „Það er það að starfsfólk notar eigin snjallsíma í kennslufræðilegum tilgangi eða sem öryggistæki“. Nú þegar nemendur mega ekki lengur koma með snjalltækin sín í skólana hefur Fjarðabyggð brugðist við og keypt 500 nýjar spjaldtölvur í skólana, auk þess sem nettenging í öllum skólanum verður eflt. En er Þóroddur ánægður með nýju snjallsíma reglurnar ? „Já, ef námið getur orðið betra hjá nemendum og sérstaklega ef líðan þeirra getur orðið enn betri þá er ég ánægður“.
Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Sv.félög Tækni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira