Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 18:45 Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira