Stjórn ÍKSA furðar sig á „órökstuddum ásökunum“ Huldu Rósar um spillingu Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 22:25 Edduverðlaunahátíðin fer fram í Austurbæ næstkomandi föstudag, 22. febrúar. Eddan Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira