Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 16:17 Stephen Miller ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi. EPA/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31
Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32