Erlendir bankar með þriðjung útlána útflutningsfyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:17 Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum. Íslenskir bankar Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum.
Íslenskir bankar Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira