Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“ Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“
Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11