Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 10:16 Ressa var umsetin eftir að henni var sleppt gegn tryggingu í dag. Vísir/EPA Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“. Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira