Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við Norðurlöndin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. febrúar 2019 21:00 „Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni. MeToo Svíþjóð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
„Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni.
MeToo Svíþjóð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira