Erlent

Ekki á­nægður með sam­komu­lagið vegna múrsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump vill ólmur byggja múrinn.
Donald Trump vill ólmur byggja múrinn. vísir/getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag.

Forsetinn hafði sett fram skilyrði um tæpa sex milljarða dala sem áttu að fara í að reisa múr á landamærunum að Mexíkó en samkvæmt samkomulaginu er sú fjárveiting mun lægri, og verður henni varið í að reisa um áttatíu og átta kílómetra af girðingum, sömu gerðar og eru nú þegar á landamærunum.

Trump hefur hins vegar lofað steinsteyptum múr sem á að teygja sig 345 kílómetra eftir landamærunum. Á blaðamannafundi í gær sagðist forsetinn ekki ánægður með samkomulagið, en sagði að múrinn yrði byggður með öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×