Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis um þessar mundir. Fréttablaðið/ERNIR Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira