Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 20:43 Mahmood átti sigurlagið í ítölsku keppninni í ár. Stefania D'Allesandro Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo: Eurovision Ítalía Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo:
Eurovision Ítalía Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira