Dæmdir fyrir líkamsárás á Akureyri: Hótuðu að henda Molotov-kokteil inn til dóttur brotaþola Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 22:15 Ari Rúnarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Skjáskot/Interpol Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira