Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:41 Ekki var talin þörf á unhverfismati fyrir 1.700 tonna seiðaeldi á landi á Árskógssandi. FBL/AUÐUNN Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira