Sigur í kúluvarpi kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2019 11:00 María Rún fréttablaðið FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti