Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Ummæli dómsmálaráðherra fóru öfugt ofan í ÖBÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira