„Á ekki að vera hægt að koma inn og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 24. febrúar 2019 21:28 Sebastian var mættur í búningi ÍR s2 sport Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019 Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Áhorfendur í Kaplakrika fengu sitt fyrir aðgangseyririnn í leik FH og ÍR í Olísdeild karla í kvöld því þeir fengu að sjá Sebastian Alexandersson reima á sig skóna og standa á milli stanganna. Sebastian, eða Basti eins og hann er betur þekktur, er í dag helst þekktur fyrir sérfræðistörf sín í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport en hann var ágætis markmaður hérna einu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með að fá menn til að standa í markinu, Bjarni Fritzson hringdi í Basta og hann sló til. En hvernig var að mæta aftur á völlinn? „Það var bara gaman fyrst og fremst,“ sagði Sebastian eftir leikinn. „Ég bjóst nú svosem ekki við neinu, bara verja eins og einn bolta það hefði verið gaman.“ Það tókst hjá honum að fá á sig skráðan bolta, Bjarni Ófeigur Valdimarsson skaut þó meira í hann úr erfiðri stöðu og FH-ingar náðu frákastinu og skoruðu samt.Áhorfendur kannast betur við Basta (t.v.) í hlutverki sérfræðingss2 sport„Ég lýg því ekkert að skotin sem ég var að fá á mig í dag, ég á ekkert að verja þau í því ásigkomulagi sem ég er.“ „Ég var að vonast til að fá kannski eitthvað auðveldara til að vinna með en það var ekki.“ Basti talar mikið um það í Seinni bylgjunni að markmenn verði nú helst að ná 30 prósenta vörslu til að skila almennilegu dagsverki. Hann var ansi langt frá því með eitt skot varið af 7. „Það væri náttúrulega bara fáránlegt. Allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama. Það hefði verið hrikalega slæmt ef ég hefði náð því.“ „Maðurinn bað mig um aðstoð, Stephen er bara á annari löppinni. Það hefði verið gaman að verja einn, tvo bolta. Eigum við ekki að kalla þetta bara einhverja vettvangsrannsókn fyrir Seinni bylgjuna.“ Þegar kallið kom frá Bjarna, þurfti ekkert að tala hann til í að segja já? „Nei, ég var rosalega fljótur að segja já.“ „Svo þegar ég fór að hugsa málið þá fannst mér þetta alltaf verri og verri hugmynd. En svo þegar maður kemur þá er þetta bara rosa gaman.“ „Það á náttúrulega ekkert að vera hægt að koma inn í deildina og geta eitthvað í þessu ásigkomulagi, en það hefði bara verið svo gaman.“ Er þetta upphafið að einhverju meiru? „Nei, nei, nei,“ var Basti fljótur að svara hlæjandi. „Alls ekki. Þetta er bara „one off.“ Ef allir meiðast þá er ég skráður í félagið, en ég held ég þyrfti þá að taka eina æfingu fyrst,“ sagði Sebastian Alexandersson.Þessi var aldrei inni... að mati Basta!@logigeirsson fer yfir frammistöðu #BastiKnows með hann í settinu annað kvöld.#olisdeildin #seinnibylgjan pic.twitter.com/3XxIJEtlaZ— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) February 24, 2019
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira