Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 14:24 Írska lögreglan birtir nýja mynd af Jóni Þresti í þeirri von um að finna Jón sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Lögreglan á Írlandi Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi að því er The Irish Times greinir frá. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Mulligan greindi frá því á blaðamannafundi sem fór fram í Dyflinni í dag að lögreglunni hefði borist fjölmargar ábendingar frá almenningi í tengslum við hvarfið. Margir hafi sagst séð hann á gangi en lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar. Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni. Sjá nánar: Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoðÞrátt fyrir að Mulligan segist ekki geta útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi sé aftur á móti ekkert sem bendi til þess að hann hafi gert það. Engin hreyfing hafi verið á bankareikningum hans. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir að hann gæti hafa verið með þúsundir evra á sér þegar hann hvarf vegna pókermótsins sem var hafði í hyggju að taka þátt í en ekki er hægt að staðfesta að Jón Þröstur hafi verið með peninginn á sér helgina sem hann hvarf en Davíð Karl bendir á að reiðuféð hafi í það minnsta ekki fundist inni á herberginu hans. Davíð Karl segir þá jafnframt að Jón Þröstur hafi aldrei látið sig hverfa áður. Hann starfi sem leigubílstjóri á Íslandi og ef hann ílengist í vinnunni láti hann samstundis vita af sér. „Hann er fjögurra barna faðir. Þetta er ekki líkt honum.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir „Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“ Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. 24. febrúar 2019 10:37 Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi að því er The Irish Times greinir frá. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Mulligan greindi frá því á blaðamannafundi sem fór fram í Dyflinni í dag að lögreglunni hefði borist fjölmargar ábendingar frá almenningi í tengslum við hvarfið. Margir hafi sagst séð hann á gangi en lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar. Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni. Sjá nánar: Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoðÞrátt fyrir að Mulligan segist ekki geta útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi sé aftur á móti ekkert sem bendi til þess að hann hafi gert það. Engin hreyfing hafi verið á bankareikningum hans. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir að hann gæti hafa verið með þúsundir evra á sér þegar hann hvarf vegna pókermótsins sem var hafði í hyggju að taka þátt í en ekki er hægt að staðfesta að Jón Þröstur hafi verið með peninginn á sér helgina sem hann hvarf en Davíð Karl bendir á að reiðuféð hafi í það minnsta ekki fundist inni á herberginu hans. Davíð Karl segir þá jafnframt að Jón Þröstur hafi aldrei látið sig hverfa áður. Hann starfi sem leigubílstjóri á Íslandi og ef hann ílengist í vinnunni láti hann samstundis vita af sér. „Hann er fjögurra barna faðir. Þetta er ekki líkt honum.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir „Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“ Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. 24. febrúar 2019 10:37 Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“ Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. 24. febrúar 2019 10:37
Birta mynd úr öryggismyndavél og ítreka ósk um aðstoð almennings Lögreglan á Írlandi hefur ítrekað ósk sína um að almenningur aðstoði við leitina að Jóni Þresti Jónssyni. 24. febrúar 2019 11:07
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00