Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. febrúar 2019 20:00 Fjöldi vísbendinga hefur borist um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar í umfangsmikilli leit hátt í eitt hundrað sjálfboðaliða í Dyflinni í dag. Þetta eru vísbendingar sem gætu hugsanlega varpað ljósi á ferðir hans eftir að hann hverfur úr öryggismyndavélum. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. Þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman.Sjá einnig: Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag án síma, veskis og vegabréfs, og hefur ekki sést síðan. Fjölskylda Jóns hefur leitað hans í borginni í tvær vikur án árangurs og fer írska lögreglan með rannsókn málsins. Fjölskyldan segir málið vera algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður en hann á tvö börn og tvö stjúpbörn.Sígaretta af þeirri gerð sem Jón Þröstur reykir.Mynd/AðsendFengu nákvæmlega það sem þau vildu út úr leitinni Í morgun hófst umfangsmesta leitin hingað til en um áttatíu sjálfboðaliða leituðu að vísbendingum á skipulögðu leitarsvæði í eins kílómetra radíus frá þeim stað er Jón hvarf. Meðal annars er leitað að sígarettupakka af rauðum Prince eða sígarettustubbum en það eru sígaretturnar sem Jón reykir og fást ekki á Írlandi. „Við fengum nákvæmlega það sem við vildum út úr þessari leit. Við erum núna að skrifa skipulega niður allar upplýsingar og vísbendingar sem hafa komið,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Vegna rannsóknahagsmuna geti hún ekki upplýst um hvaða vísbendingar um ræði en þær varpi hugsanlega ljósi á staðsetningu Jóns eftir að hann hverfur úr öryggismyndavél í grennd við hótelið. „Sumar af þessum vísbendingum passa algjörlega inn í málið en maður vill ekki vera of vongóður,“ segir Katrín og bætir við að það hafi einnig tekist að fá upptökur úr öryggismyndavélum einkaaðila á svæðinu sem lögregla muni fara yfir. Utanríkisráðherra beitir írsku lögregluna þrýstingi Þá sé lögregla að vinna úr ábendingum sem hafi borist eftir leitina í dag. Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að borgaraþjónustan hafi haft aðkomu að málinu frá 10. febrúar síðasliðnum og stutt fjölskylduna eins og kostur er. Í vikunni hafi fjölskyldumeðlimir verið boðaðir á fund í ráðuneytinu ásamt lögreglunni þar sem farið var yfir málið sem sé þó algjörlega á forræði írskra yfirvalda. „Íslenska og írsk lögregluyfirvöld hafa unnið vel og náið saman að þessu og á milli þeirra ríkir fullt traust. Sendiráðið okkar í London hefur veitt aðstoð og þjónstu eins og þurfa þykir,“ segir Sveinn. Á Írlandi eru starfræktar björgunarsveitir, Civil Defence Ireland, sem eru líkt og íslensku björgunarsveitirnar sjálfboðaliðasamtök og segir Katrín Björk að lögreglan hafi ekki orðið að ósk fjölskyldunnar um þátttöku hennar í málinu þar sem ekki hafi verið nægar vísbendingar til að vinna eftir. „Utanríkisráðherra hefur verið að beita miklum þrýstingi á lögregluna í Dublin og við þökkum honum fyrir það,“ segir Katrín Björk en Sveinn staðfestir að ráðuneytið hafi vakið máls á hugsanlegri aðkomu írsku björgunarsveitarinnar við írskt stjórnvöld. Málið hefur vakið mikla athygli í Dyflinni og hafa myndir af Jóni Þresti sett svip á borgina. Þá ræddu bræður Jóns Þrastar um hvarfið í vinsælum írskum spjallþætti í gærkvöldi með það fyrir augum að vekja meiri athygli.Gísli Rafn Ólafsson, björgunarsveitarmaður.Skjáskot/Stöð 2Miðað við 2,6 kílómetra radíus Gísli Rafn Ólafsson björgunarsveitarmaður hefur lengi starfað við stjórn leita, bæði innanlands og erlendis. Hann hefur aðstoðað fjölskylduna við leitina síðustu daga og segir aðspurður að ýmislegt við þessa leit sé sérstaklega erfitt. „Það sem gerir þessa leit erfiðari er að hún er inn í miðri borg og það er oft erfitt að fá vísbendingar. Þær vísbendingar sem helst hafa hjálpað eru öryggismyndavélar en því miður er bara búið að finna fyrstu fimm hundruð metrana sem hann fer frá hótelinu.“ Þá hefur Gísli aðstoðað fjölskyldu Jóns Þrastar síðan hann hvarf og segir björgunarsveitir á Írlandi starfa með öðrum hætti en íslenskar sveitir. „Já, ég hafði samband við systur Jóns, sem ég þekki, og bauð fram smá aðstoð við að reyna að hjálpa þeim að skipuleggja hluti þarna erlendis og að tengja hana við fólk í björgunargeiranum á Írlandi. Þetta er allt öðruvísi en hérna heima, hér heima erum við með björgunarsveitir sem leita alveg frá sjó og upp á fjöll og í gegnum borgir en þarna úti eru einungis fjallabjörgunarsveitir og sjóbjörgunarsveitir.“ Gísli bendir jafnframt á að samkvæmt leitarfræðum sé líklegast að finna fólk innan 2,6 kílómetra radíusar frá því að það sást síðast. Næstu skref séu að fara yfir þær vísbendingar sem komnar eru fram. „Næstu skref eru að fara í gegnum þær vísbendingar sem koma í dag og lögregla mun gera það í samvinnu við fjölskylduna. Það er síðan tekið og reynt að ákveða, eru fleiri svæði sem ætti að leita á, eru einhver svæði sem verða þá heitari í þessari leit en hingað til?“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir einnig myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. 23. febrúar 2019 18:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Fjöldi vísbendinga hefur borist um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar í umfangsmikilli leit hátt í eitt hundrað sjálfboðaliða í Dyflinni í dag. Þetta eru vísbendingar sem gætu hugsanlega varpað ljósi á ferðir hans eftir að hann hverfur úr öryggismyndavélum. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. Þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman.Sjá einnig: Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag án síma, veskis og vegabréfs, og hefur ekki sést síðan. Fjölskylda Jóns hefur leitað hans í borginni í tvær vikur án árangurs og fer írska lögreglan með rannsókn málsins. Fjölskyldan segir málið vera algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður en hann á tvö börn og tvö stjúpbörn.Sígaretta af þeirri gerð sem Jón Þröstur reykir.Mynd/AðsendFengu nákvæmlega það sem þau vildu út úr leitinni Í morgun hófst umfangsmesta leitin hingað til en um áttatíu sjálfboðaliða leituðu að vísbendingum á skipulögðu leitarsvæði í eins kílómetra radíus frá þeim stað er Jón hvarf. Meðal annars er leitað að sígarettupakka af rauðum Prince eða sígarettustubbum en það eru sígaretturnar sem Jón reykir og fást ekki á Írlandi. „Við fengum nákvæmlega það sem við vildum út úr þessari leit. Við erum núna að skrifa skipulega niður allar upplýsingar og vísbendingar sem hafa komið,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Vegna rannsóknahagsmuna geti hún ekki upplýst um hvaða vísbendingar um ræði en þær varpi hugsanlega ljósi á staðsetningu Jóns eftir að hann hverfur úr öryggismyndavél í grennd við hótelið. „Sumar af þessum vísbendingum passa algjörlega inn í málið en maður vill ekki vera of vongóður,“ segir Katrín og bætir við að það hafi einnig tekist að fá upptökur úr öryggismyndavélum einkaaðila á svæðinu sem lögregla muni fara yfir. Utanríkisráðherra beitir írsku lögregluna þrýstingi Þá sé lögregla að vinna úr ábendingum sem hafi borist eftir leitina í dag. Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að borgaraþjónustan hafi haft aðkomu að málinu frá 10. febrúar síðasliðnum og stutt fjölskylduna eins og kostur er. Í vikunni hafi fjölskyldumeðlimir verið boðaðir á fund í ráðuneytinu ásamt lögreglunni þar sem farið var yfir málið sem sé þó algjörlega á forræði írskra yfirvalda. „Íslenska og írsk lögregluyfirvöld hafa unnið vel og náið saman að þessu og á milli þeirra ríkir fullt traust. Sendiráðið okkar í London hefur veitt aðstoð og þjónstu eins og þurfa þykir,“ segir Sveinn. Á Írlandi eru starfræktar björgunarsveitir, Civil Defence Ireland, sem eru líkt og íslensku björgunarsveitirnar sjálfboðaliðasamtök og segir Katrín Björk að lögreglan hafi ekki orðið að ósk fjölskyldunnar um þátttöku hennar í málinu þar sem ekki hafi verið nægar vísbendingar til að vinna eftir. „Utanríkisráðherra hefur verið að beita miklum þrýstingi á lögregluna í Dublin og við þökkum honum fyrir það,“ segir Katrín Björk en Sveinn staðfestir að ráðuneytið hafi vakið máls á hugsanlegri aðkomu írsku björgunarsveitarinnar við írskt stjórnvöld. Málið hefur vakið mikla athygli í Dyflinni og hafa myndir af Jóni Þresti sett svip á borgina. Þá ræddu bræður Jóns Þrastar um hvarfið í vinsælum írskum spjallþætti í gærkvöldi með það fyrir augum að vekja meiri athygli.Gísli Rafn Ólafsson, björgunarsveitarmaður.Skjáskot/Stöð 2Miðað við 2,6 kílómetra radíus Gísli Rafn Ólafsson björgunarsveitarmaður hefur lengi starfað við stjórn leita, bæði innanlands og erlendis. Hann hefur aðstoðað fjölskylduna við leitina síðustu daga og segir aðspurður að ýmislegt við þessa leit sé sérstaklega erfitt. „Það sem gerir þessa leit erfiðari er að hún er inn í miðri borg og það er oft erfitt að fá vísbendingar. Þær vísbendingar sem helst hafa hjálpað eru öryggismyndavélar en því miður er bara búið að finna fyrstu fimm hundruð metrana sem hann fer frá hótelinu.“ Þá hefur Gísli aðstoðað fjölskyldu Jóns Þrastar síðan hann hvarf og segir björgunarsveitir á Írlandi starfa með öðrum hætti en íslenskar sveitir. „Já, ég hafði samband við systur Jóns, sem ég þekki, og bauð fram smá aðstoð við að reyna að hjálpa þeim að skipuleggja hluti þarna erlendis og að tengja hana við fólk í björgunargeiranum á Írlandi. Þetta er allt öðruvísi en hérna heima, hér heima erum við með björgunarsveitir sem leita alveg frá sjó og upp á fjöll og í gegnum borgir en þarna úti eru einungis fjallabjörgunarsveitir og sjóbjörgunarsveitir.“ Gísli bendir jafnframt á að samkvæmt leitarfræðum sé líklegast að finna fólk innan 2,6 kílómetra radíusar frá því að það sást síðast. Næstu skref séu að fara yfir þær vísbendingar sem komnar eru fram. „Næstu skref eru að fara í gegnum þær vísbendingar sem koma í dag og lögregla mun gera það í samvinnu við fjölskylduna. Það er síðan tekið og reynt að ákveða, eru fleiri svæði sem ætti að leita á, eru einhver svæði sem verða þá heitari í þessari leit en hingað til?“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir einnig myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. 23. febrúar 2019 18:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir einnig myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. 23. febrúar 2019 18:37