Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:04 Starfsmannafélag Ráðhússins óskar eftir vinnufriði. Vísir/vilhelm Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30