Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:41 Erna Reka ásamt foreldrum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Sigurjón Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Erlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Fleiri fréttir Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Sjá meira
Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Erlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Fleiri fréttir Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30