Fótbolti

Ranieri að taka við Roma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ranieri tók við Fulham í nóvember og vann aðeins þrjá af sautján leikjum með liðið
Ranieri tók við Fulham í nóvember og vann aðeins þrjá af sautján leikjum með liðið vísir/getty
Claudio Ranieri þarf líklega ekki að sækja um atvinnuleysisbætur því hann er kominn með nýtt atvinnutilboð eftir því sem heimildir Sky Sporst segja.

Ranieri var rekinn frá Fulham í síðustu viku en liðið stefnir hraðbyr aftur í Championship deildina. Hann er nú við það að taka við ítalska liðinu Roma.

Ítalinn gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 í einhverju mesta öskubuskuævintýri seinni tíma en hefur ekki náð merkum árangri síðan hann var rekinn þaðan í febrúar 2017.

Hann gæti nú snúið aftur til ítölsku höfuðborgarinnar, fæðingarstaðs hans, og tekið við Roma, liði sem hann stýrði á árunum 2009-2011.

Roma rak Eusebio di Francesco eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×