UEFA hefur formlega hafið rannsókn á Manchester City og hvort félagið hafi brotið reglur um sanngjarna fjármálahegðun.
Fyrr í vetur birti þýska blaðið Der Spiegel röð greina byggða á upplýsingum frá Football Leaks þar sem meðal annars var komið upp um meint brot Manchester City.
Þar kom meðal annars fram að City hafi farið á bak við UEFA í áraraðir, falið tekjur frá stuðningsaðilum og greiðslur til fyrrum knattspyrnustjórans Roberto Mancini.
City hefur ítrekað neitað að tjá sig um málið en eftir tilkynningu UEFA í gær þar sem tilkynnt var um rannsóknina svaraði félagið.
„Manchester City tekur með opnum örmum á móti rannsókninni, þetta er tækifæri til þess að binda enda á allar sögusagnir af völdum ólöglegs hakkara og birtingu á tölvupóstum teknum úr samnhengi,“ sagði í tilkynningu City.
UEFA rannsakar City fyrir fjármálabrot

Tengdar fréttir

Braut City reglur er þeir fengu „einn mest spennandi leikmann heims“?
Enska knattspyrnusambandið er með City undir smásjá.

Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla
Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA.

Hinir ríku ráða fótboltaheiminum
Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við.

Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt
Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni.