„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 08:46 Joycelyn Savage og Azriel Clary mæta í réttarsal vegna máls R. Kelly í febrúar. Getty/Scott Olson Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45