Tveir Everton-menn en enginn Gylfi á lista yfir þá bestu fyrir utan topp sex Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að flestum mörkum Everton á tímabilinu. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á lista fótboltatímaritsins Four Four Two yfir fimmtán bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum.Úttektin úr nýjasta heftinu er komin á vef tímaritsins en þar er minnst á Gylfa í formála. Talað er um að margir frábærir leikmenn spili utan efstu sex og þeir séu svo góðir að leikmenn eins og Gylfi, Jordan Pickford, Jamed Maddison og Callum Wilson komist ekki heldur á listann. Tveir samherja Gylfa hjá Everton eru á listanum en bakvörðurinn Lucas Digne er í tólfta sæti og brasilíski framherjinn Richarlison er í níunda sæti listans. Richarlison, sem er framherji, er búinn að skora tíu mörk á tímabilinu og gefa eina stoðsendingu en miðjumaðurinn Gylfi er búinn að skora ellefu deildarmörk og gefa þrjár stoðsendingar og koma því að fjórtán mörkum með beinum hætti. Valið er því athyglivert.Gylfi Þór Sigurðsson er bestur í Everton þegar horft er á tölfræðina.vísir/gettyÚttekt blaðamannsins Mark White byggir að stærstu leyti á skoðun hans en aðeins er minnst á mörk og stoðsendingar þegar kemur að tölfræði. Þegar að rýnt er enn frekar í tölfræðina eins og í leikmannastyrkleikalista Sky Sports sem fjallað var um í gær kemur í ljós að Gylfi er næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af þeim leikmönnum sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum (City, United, Arsenal, Tottenham, Liverpool og Chelsea). Aðeins Felipe Anderson, leikmaður West Ham, hefur safnað fleiri stigum á styrkleikalista Sky Sports sem tekur mið af 34 tölfræðiþáttum. Gylfi er í 13. sæti yfir alla leikmenn deildarinnar, vel á undan leikmönnum á borð við David Silva og Christian Eriksen. Á styrkleikalista Sky Sports er Gylfi besti leikmaður Everton með 43,821 stig en Lucas Digne er í 23. sæti, tíu sætum neðar en Gylfi með 39,401 stig eða 4.000 stigum minna en Gylfi. Richarlison er síðan í 44. sæti með 34,631 stig. Enski boltinn Tengdar fréttir Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15 Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00 Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á lista fótboltatímaritsins Four Four Two yfir fimmtán bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum.Úttektin úr nýjasta heftinu er komin á vef tímaritsins en þar er minnst á Gylfa í formála. Talað er um að margir frábærir leikmenn spili utan efstu sex og þeir séu svo góðir að leikmenn eins og Gylfi, Jordan Pickford, Jamed Maddison og Callum Wilson komist ekki heldur á listann. Tveir samherja Gylfa hjá Everton eru á listanum en bakvörðurinn Lucas Digne er í tólfta sæti og brasilíski framherjinn Richarlison er í níunda sæti listans. Richarlison, sem er framherji, er búinn að skora tíu mörk á tímabilinu og gefa eina stoðsendingu en miðjumaðurinn Gylfi er búinn að skora ellefu deildarmörk og gefa þrjár stoðsendingar og koma því að fjórtán mörkum með beinum hætti. Valið er því athyglivert.Gylfi Þór Sigurðsson er bestur í Everton þegar horft er á tölfræðina.vísir/gettyÚttekt blaðamannsins Mark White byggir að stærstu leyti á skoðun hans en aðeins er minnst á mörk og stoðsendingar þegar kemur að tölfræði. Þegar að rýnt er enn frekar í tölfræðina eins og í leikmannastyrkleikalista Sky Sports sem fjallað var um í gær kemur í ljós að Gylfi er næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af þeim leikmönnum sem ekki spila með einu af sex efstu liðunum (City, United, Arsenal, Tottenham, Liverpool og Chelsea). Aðeins Felipe Anderson, leikmaður West Ham, hefur safnað fleiri stigum á styrkleikalista Sky Sports sem tekur mið af 34 tölfræðiþáttum. Gylfi er í 13. sæti yfir alla leikmenn deildarinnar, vel á undan leikmönnum á borð við David Silva og Christian Eriksen. Á styrkleikalista Sky Sports er Gylfi besti leikmaður Everton með 43,821 stig en Lucas Digne er í 23. sæti, tíu sætum neðar en Gylfi með 39,401 stig eða 4.000 stigum minna en Gylfi. Richarlison er síðan í 44. sæti með 34,631 stig.
Enski boltinn Tengdar fréttir Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15 Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00 Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag. 5. mars 2019 11:15
Franskur framherji sem skorar ekki mikið gæti orðið samherji Gylfa Franska ungstirnið Jean-Kévin Augustin er sagður á radarnum hjá Everton. 6. mars 2019 09:00
Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Everton á tímabilinu samkvæmt Sky Sports. 5. mars 2019 13:00