Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:34 Gervihnattamynd af eldflaugastöðinni í Sohae frá því í ágúst. Vísir/EPA Nýjar gervihnattamyndir eru sagðar gefa til kynna að Norður-Kóreumenn séu að endurgera eldflaugastöð sína í Sohae sem þeir höfðu áður lofað að yrði rifin til grunna. Nýju myndirnar voru teknar í kringum leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í Hanoí lauk án samkomulags um afkjarnavopnun. Eldflaugastöðin sem um ræðir hefur aðeins verið notuð til að skjóta gervitunglum á loft og til að prófa eldflaugahreyfla en ekki til að skjóta á loft langdrægum sprengiflaugum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump og Kim náðu ekki saman um hversu langt Norður-Kórea þyrfti að ganga í að gefa kjarnorku- og eldflaugaáætlun sína upp á bátinn áður en Bandaríkin samþykktu að aflétta viðskiptaþvingunum gegn landinu.Washington Post segir að gervihnattamyndirnar hafi verið teknar einhvern tímann á milli 16. febrúar og 2. mars. Það þýði að vinnan við uppbyggingu eldflaugastöðvarinnar hafi hafist rétt fyrir leiðtogafundinn eða um leið og honum lauk 28. febrúar. Norðanmenn byrjuðu að rífa eldflaugastöðina skömmu eftir að viðræður þeirra við Bandaríkjastjórn um afkjarnavopnun hófust. Niðurrifið var stöðvað í ágúst í fyrra. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hótaði Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum ef þeir héldu tilraunum sínum áfram í gær. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir eru sagðar gefa til kynna að Norður-Kóreumenn séu að endurgera eldflaugastöð sína í Sohae sem þeir höfðu áður lofað að yrði rifin til grunna. Nýju myndirnar voru teknar í kringum leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í Hanoí lauk án samkomulags um afkjarnavopnun. Eldflaugastöðin sem um ræðir hefur aðeins verið notuð til að skjóta gervitunglum á loft og til að prófa eldflaugahreyfla en ekki til að skjóta á loft langdrægum sprengiflaugum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump og Kim náðu ekki saman um hversu langt Norður-Kórea þyrfti að ganga í að gefa kjarnorku- og eldflaugaáætlun sína upp á bátinn áður en Bandaríkin samþykktu að aflétta viðskiptaþvingunum gegn landinu.Washington Post segir að gervihnattamyndirnar hafi verið teknar einhvern tímann á milli 16. febrúar og 2. mars. Það þýði að vinnan við uppbyggingu eldflaugastöðvarinnar hafi hafist rétt fyrir leiðtogafundinn eða um leið og honum lauk 28. febrúar. Norðanmenn byrjuðu að rífa eldflaugastöðina skömmu eftir að viðræður þeirra við Bandaríkjastjórn um afkjarnavopnun hófust. Niðurrifið var stöðvað í ágúst í fyrra. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hótaði Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum ef þeir héldu tilraunum sínum áfram í gær.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00