Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila vel í vetur. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00
Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30