Fótbolti

Spiluðu fótbolta í snjónum í Bandaríkjunum um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Colorado Rapids og Portland Timbers.
Frá leik Colorado Rapids og Portland Timbers. Getty/Timothy Nwachukwu
MLS-deildin í knattspyrnu fór af stað í Bandaríkjunum um helgina og aðstæður voru mjög skrautlegar á einum leikvangi deildarinnar.

Colorado Rapids tók á móti Portland Timbers í Commerce City sem er útborg Denver. Þar er ennþá hávetur, ískalt og mikil snjókoma.





Þetta er ekki í fyrsta sinn sem MLS-deildin byrjar í snjóleik í Colorado fylki.

Forráðamenn MLS-deildarinnar voru ekkert á því að fresta þessum leik um helgina þrátt fyrir átta gráðu frost, mikla vindkælingu og talsverðan snjó á vellinum.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en sjálfsmark heimamanna í Colorado Rapids, sem sjá má hér fyrir neðan, var næstum því búinn að kosta liðið stig.





Leikmenn Colorado Rapids gáfust hins vegar ekki upp og tókst að jafna metin eftir mikla pressu. Rapids var þá manni færri og búið að lenda undir í annað skiptið í leiknum. Þeir áttu aftur á móti lokaorðið og tryggðu sér stig með þessu marki hér fyrir neðan.





Hér fyrir neðan má síðan sjá svipmyndir frá þessum sex marka leik. Þar vekur athygli að starfsmenn vallarins voru búnir að hreinsa völlinn sem byrjaði á grænu grasi. Það fór síðan að snjóa og aðstæður voru orðnar ansi skrautlegar í lokin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×