Það var dramatík þegar Watford vann 2-1 sigur á Leicester á Vicarage Road en þetta var frumraun Brendan Rodgers sem stjóri Leicester.
Scott Parker var sömuleiðis að stýra Fulham í fyrsta skipti þegar liðið fékk Chelsea í heimsókn. Gonzalo Higuain og Jorginho sáu um markaskorun í 1-2 sigri Chelsea.
Baráttan um Bítlaborgina var hins vegar markalaus en öll helstu tilþrif úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.
Everton - Liverpool 0-0