Patrekur: Ekkert partý hjá mér Arnar Helgi Magnússon skrifar 1. mars 2019 21:58 Patrekur var glaður með sína drengi í kvöld. vísir/bára Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira