Enski boltinn

Solskjær: Framtíð De Gea ekki í mínum höndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea og Solskjær.
De Gea og Solskjær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að framtíð David De Gea, markvörð United, sé ekki í höndum Norðmannsins.

United hefur verið í viðræðum við De Gea um nýjan samning frá því í upphafi tímabilsins en núverandi samningur Spánverjans rennur út eftir næsta sumar.

Norðmðaurinn var spurður út í framtíð De Gea á blaðamannafundi í gær fyrir leik dagsins gegn Southampton.

„Það er engar fréttir frá mér hvað það varðar. Félagið og David eru í viðræðum og vonandi komast þau að samkomulagi. Þetta er ekki í mínum höndum en ég veit að við munum gera allt sem við getum,“ sagði Solskjær.

„David hefur verið frábær síðan að hann kom. Félagið sýndi hversu mikið það vildi fá hann er Eric (markmannsþjálfari) og stjórinn (Sir Alex Ferguson) fundu hann.“

„Það voru örugglega markverðir sem voru betri en hann á þeim tíma og stjórinn sýndi honum traust þrátt fyrir gagnrýnina sem hann fékk. Það er að skila sér núna.“

„Ég veit ekki hvað mörg ár í röð hann er búinn að vera leikmaður ársins svo við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hina markverðina okkar,“ sagði Norðmaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×