Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 17:56 Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna. Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna.
Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira