Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:22 Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31