Handbolti

Ragnheiður inn fyrir Mariam

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir
Ragnheiður Júlíusdóttir vísir/vilhelm
Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur þurft að gera eina breytingu á liðinu sem fer til Póllands í fyrramálið.

Mariam Eradze, leikmaður Toulon í Frakklandi, þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Axel kallaði Ragnheiði Júlíusdóttur, leikmann Fram í Olísdeild kvenna, inn í hópinn í staðinn.

Ísland spilar þrjá leiki í Póllandi, við heimakonur, Angóla og Slóvakíu. Leikirnir fara fram um komandi helgi, 22.- 24. mars.

Leikirnir eru þáttur í undirbúningi landsliðsins fyrir umspilsleikina við Spánverja um sæti á HM í Japan. Þeir leikir fara fram um mánaðarmót maí og júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×