Manchester City hefur haft heppnina með sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 15:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Getty/Jan Kruger Manchester City á enn góða möguleika á að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Liðið er í fínum málum í ensku deildinni, hefur þegar unnið enska deildabikarinn og er komið í undanúrslit enska bikarsins og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það reynir vissulega mikið og leikmenn og stjóra að keppa á öllum þessum vígstöðvum en vonin um sögulegt tímabil lifir enn. Manchester City er vissulega með frábært fótboltalið með mikla breidd. Það er stórt atriði en annað lykilatriði er hversu heppið Manchester City hefur verið í öllum bikardráttum tímabilsins. Þetta sjáum við á þeim liðum sem Manchester City hefur dregist á móti í þessum þremur keppnum. Í enska deildabikarnum dróst liðið á móti C-deildarliði Oxford, botnliði Fulham og C-deildarliði Burton. Burton Albion er eins og er í 11. sæti C-deildarinnar og Oxford United er í 19. sæti í sömu deild. Liðið vann síðan Chelsea í úrslitaleiknum. Í enska bikarnum dróst City-liðið á móti Rotherham United sem er í fallsæti í b-deildinni, Newport County sem er í D-deildinni og loks Swansea City sem er í neðri hluta B-deildarinnar. Mótherji Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins er Brighton & Hove Albion sem er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í ensku bikarkeppnunum tveimur dróst Mancheste City þannig á móti neðrideildarliðum í sex af sjö tilfellum og þar af voru þrjú þeirra ekki í tveimur efstu deildunum. Í Meistaradeildinni lenti Manchester City síðan í riðli með Lyon, Shakhtar Donetsk og 1899 Hoffenheim og hefur síðan dregist á móti Schalke og Tottenham í útsláttarkeppninni. Manchester City þarf mögulega að vinna Juventus og Barcelona ætli liðið að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Sjá meira
Manchester City á enn góða möguleika á að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Liðið er í fínum málum í ensku deildinni, hefur þegar unnið enska deildabikarinn og er komið í undanúrslit enska bikarsins og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það reynir vissulega mikið og leikmenn og stjóra að keppa á öllum þessum vígstöðvum en vonin um sögulegt tímabil lifir enn. Manchester City er vissulega með frábært fótboltalið með mikla breidd. Það er stórt atriði en annað lykilatriði er hversu heppið Manchester City hefur verið í öllum bikardráttum tímabilsins. Þetta sjáum við á þeim liðum sem Manchester City hefur dregist á móti í þessum þremur keppnum. Í enska deildabikarnum dróst liðið á móti C-deildarliði Oxford, botnliði Fulham og C-deildarliði Burton. Burton Albion er eins og er í 11. sæti C-deildarinnar og Oxford United er í 19. sæti í sömu deild. Liðið vann síðan Chelsea í úrslitaleiknum. Í enska bikarnum dróst City-liðið á móti Rotherham United sem er í fallsæti í b-deildinni, Newport County sem er í D-deildinni og loks Swansea City sem er í neðri hluta B-deildarinnar. Mótherji Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins er Brighton & Hove Albion sem er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í ensku bikarkeppnunum tveimur dróst Mancheste City þannig á móti neðrideildarliðum í sex af sjö tilfellum og þar af voru þrjú þeirra ekki í tveimur efstu deildunum. Í Meistaradeildinni lenti Manchester City síðan í riðli með Lyon, Shakhtar Donetsk og 1899 Hoffenheim og hefur síðan dregist á móti Schalke og Tottenham í útsláttarkeppninni. Manchester City þarf mögulega að vinna Juventus og Barcelona ætli liðið að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Sjá meira