Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. mars 2019 06:15 Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Fréttablaðið/Anton Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. Þær lögðu áherslu á að málið yrði skoðað af yfirvegun og ítarlegt hagsmunamat færi fram áður en ákvörðun um beiðni um málskot verði tekin. Í skýrslu sinni til þingsins sagði Katrín Jakobsdóttir að í hennar huga snerist þetta fyrst og fremst um að gera það sem rétt væri fyrir íslenskt samfélag, íslenskt réttarkerfi og fyrir alþjóðlegt samhengi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði lýst með eindregnum hætti að það væri hennar vilji að málinu yrði vísað til efri deildar MDE, dró verulega í land og sagði mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Í dag er því ekki ein augljós leið að fara, með augljósum fararskjóta og augljósan áfangastað. Það væri enda óráð að hafa valið sér leiðina og áfangastaðinn strax. Það sem skiptir mestu máli er að hafa valið sér leiðarljós. Og mitt leiðarljós er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun, heildstætt og í samráði til að tryggja virkni dómstólanna, traust á dómskerfinu og réttaröryggi í landinu,“ sagði Þórdís. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hvöttu einnig til þess að varlega yrði stigið til jarðar í ákvörðunum um framhaldið. Bæði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, véku að umdeildum skipunum dómara á undanförnum áratugum sem leitt hafa af sér málaferli og bótagreiðslur af hálfu ríkisvaldsins og sögðust binda vonir við að með dómi MDE myndu pólitískar skipanir dómara hér á landi líða undir lok. Þórhildur Sunna vísaði til eftiráskýringa fráfarandi dómsmálaráðherra, meðal annars um að hún hefði ákveðið að auka vægi dómarareynslu við mat á umsækjendum. Þórhildur Sunna sagði þessa eftiráskýringu kunnuglegt stef og rifjaði upp sambærilegar skýringar annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira