Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum, þar á meðal leikkonunum Felicity Huffman og Lori Laughlin. People greinir frá.
Hún byggir kröfu sína á því að málið hafi valdið henni tilfinningalegu uppnámi sem og að um sé að ræða samsæri og svik.
Einkasonur Kay, Joshua, útskrifaðist með 4,2 í meðaleinkunn sem þykir afar gott á bandarískum skala en einkunnagjöf vestanhafs nær upp í 5. Margir eftirsóttustu skólarnir setja viðmiðið við 4,0 og því hefði Joshua átt að eiga góðan möguleika.
Kay segist fórnað miklu fyrir framtíð sonar síns og kennt honum að leggja hart að sér í einu og öllu. Hann hafi verið fyrirmyndar námsmaður alla tíð og sótt um nokkra þeirra skóla sem nefndir eru í svikamyllunni en ekki komist inn.
„Ég er reið og sár því mér líður eins og syni mínum, mínu eina barni, hafi verið neitað um inngöngu í skóla ekki vegna þess að hann lagði ekki hart að sér og lærði heldur vegna þess að ríkum einstaklingum fannst það vera í lagi að ljúga, svindla, stela og múta til þess að börnin þeirra kæmust í góða skóla,“ sagði Toy.
Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur

Tengdar fréttir

John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag
Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna.

„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu
Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins.