Íslenska þjóðfylkingin hafði boðað til „þögulla og friðsamlegra mótmæla“ á milli eitt og tvö á Austurvelli í dag á sama tíma og samstöðufundur með flóttafólki var haldinn. Þjóðfylkingin hvatti fólk til að mæta með íslenska fánann og mótmæla meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi haft í frammi í garð löreglu.

Fréttamaður okkar var á svæðinu á meðan á mótmælunum stóð en meðlimir í Samtökunum ´78 mynduðu eins konar vegg á milli íslensku þjóðfylkingarinnar og hælisleitenda og dönsuðu.