Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 18:43 Fjórir dómarar Landsréttar eru frá störfum við dómstólinn um óákveðinn tíma. Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómstólasýslunni. Fjórir Landsréttardómarar munu ekki starfa við réttinn í óákveðinn tíma eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið löglega staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í tilkynningunni kemur fram að formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri hennar hafi átt í ítarlegum viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og nokkra Landsréttardómara. Auk þess hafi verið haft samráð við réttarfarsnefnd. Eftir viðræðurnar hafi verið tekin ákvörðun um að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að lögum verið breytt svo mögulegt verði að fjölga dómurum Landsréttar. Dómstólasýslan telur fjölgunina nauðsynlega þar sem að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, í stað þeirra fjögurra sem hæfnisnefnd mat hæfasta, geti að óbreyttu ekki tekið þátt í störfum réttarins. Álag á Landsrétt komi því til með að aukast til muna með tilheyrandi drætti mála, verði dómurum ekki fjölgað. Þá leggur dómstólasýslan áherslu á að áður en ákvörðun um hvort skjóta eigi málinu til Yfirdómstóls Mannréttindadómstólsins verði áhrif þess könnuð. Mikilvægt sé að hafa í huga þá óvissu sem umkringt hefur Landsrétt frá því hann tók til starfa í upphafi síðasta árs.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum við Landsrétt Landsréttur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ellefu dómarar munu sinna dómstörfum frá og með mánudeginum. 15. mars 2019 11:21
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
832 mál afgreidd hjá Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa Réttarkerfið á Íslandi er svo gott sem á hliðinni að sögn dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 13. mars 2019 20:00