Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 16:18 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira