Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór „Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira