Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:04 Alfreð Finnbogason. Getty/ Michael Regan Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira