Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2019 13:22 Samkvæmt heimildum Vísis er þess helst vænst að til að höggva á þann hnút sem upp er kominn muni Sigríður Á. Andersen stíga tímabundið til hliðar. Ríkisstjórnarsamstarfið er í uppnámi í kjölfar nýfallins dóms MDE sem hefur leitt til þess að millidómsstigið er lamað. Réttaróvissa er uppi. Þó menn greini á um hvar ábyrgðin nákvæmlega liggur; hvort þingið, síðasta ríkisstjórn, alþingi, jafnvel forsetinn með undirritun laga liggja allir þræðir til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún sem ráðherra ber ábyrgð á þeim málaflokki sem er undir. VG hafa mátt ganga svipugöng Vísir hefur talað við fjölda manns innan Alþingis. Stjórnarliðar hafa ekki viljað tala opinberlega en samkvæmt heimildum Vísis er þolinmæði baklands VG á þrotum. Fyrir lá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði mikið undir þegar hún ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt það sem á undan var gengið, stjórnarslit Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og undirliggjandi ástæðu þess. Þræðirnir liggja til Sigríðar Á. Andersen, bæði í tengslum við uppreist æru málið og ekki síður Landsrétt. Eins og grein Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í sumarbyrjun 2017 sýnir svo glögglega. Katrín hefur ekki ljáð á því máls við fjölmiðla að tjá sig um hina eldfimu stöðu sem nú ríkir.visir/vilhelm Flokkurinn hefur mátt þola háðsglósur, orð Drífu Snædal forseta ASÍ um að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri eins og að éta skít virðast ætla að verða að áhrínsorðum og fylgið hefur dalað. Meðan ekki sér högg á vatni hjá Sjálfstæðisflokknum frá kosningum. Virðist hér sannast hið forkveðna að flokkar sem ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fá að gjalda þess grimmilega meðan kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins haggast ekki. Forystumönnum hugnast ekki nýjar kosningar Samkvæmt heimildum Vísis vilja Sjálfstæðismenn standa fast við bak Sigríðar Á. Andersen. Málið teygir anga sína djúpt í flokkinn. Einn hinna fjögurra Landsréttardómara sem skipuð var í trássi við ráðleggingar hæfisnefndar er Arnfríður Einarsdóttir eiginkona Brynjars Níelssonar, þungavigtarþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að ef Vinstri grænir ætla að krefjast þess að Sigríður víki, þá muni þeir slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Fjármál Sjálfstæðisflokksins hafa versnað mjög á síðasta áratug, og eru ekki með þeim hætti að þeim geti hugnast að fara í kosningar á næstunni. En, víst er og á móti kemur að Sjálfstæðismenn eru ekki áfram um nýjar kosningar. Ekki er víst að þeir séu í stöðu til að setja VG stólinn fyrir dyrnar. Fjármál flokksins eru ekki með þeim hætti að hann telji sig í stöðu til að fara í kosningar að svo stöddu. Ólíklegt að Miðflokkur sé í stöðu til að stíga inn Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki margra kosta völ eftir síðustu kosningar. Og það sem stundum hefur verið nefnt í því sambandi, að flokkurinn myndi ríkisstjórn með aðkomu Miðflokksins í stað Vinstri grænna mun ekki vera inni í myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis eru það loftkastalar að telja það fræðilegan möguleika að Framsóknarflokkurinn gangi til ríkisstjórnarsamstarfs með Miðflokknum eftir allt það sem á undan er gengið; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf flokkinn með brigslyrðum og stofnaði Miðflokkinn beinlínis til höfuðs Framsóknarflokknum. Þá eru Klausturmálin þannig vaxin að það er nánast eins og flokkurinn sé geislavirkur. Bjarni hraðar sér á þingflokksfund fyrir stundu. Þar stendur til að ræða stöðu Sigríðar Á Andersen.visir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis eru forkólfar VG síður en svo áfram um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og hafa þeir lagt talsvert á sig til að halda baklandinu rólegu. Fylgi þeirra hefur dalað, þeir hafa ekki náð að hrinda sínum málum í framkvæmd sem gætu orðið til að fylgið braggist. Þá er talið, bæði þar innanbúðar sem og innan Sjálfstæðisflokks, að ekki sé mögulegt að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú þegar kjarasamningar eru lausir og kjaradeilur magnast dag frá degi. Að Sigríður stigi tímabundið til hliðar Það sem nú er því helst horft til, með að höggva á þennan hnút er að Sigríður Á. Andersen hverfi frá tímabundið. Þess er vænst að dómi MDE verði áfrýjað og það að hún stigi til hliðar verði rökstutt sem svo að rétt sé að hún sitji ekki meðan það mál er til afgreiðslu. Menn horfi þá til þess að hún geti komið aftur þegar rykið er sest, hvenær sem það verður. Og önnur spurning er svo sú hvort sú ráðstöfun dugi til að lægja öldur. Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 16 í dag, hann átti að vera í gær en var frestað vegna veru Katrínar í New York þar sem hún sat Kvennaþing. Þingflokkar eru nú að funda. Hugsanlega skýrast mál í kjölfar. Katrín hefur gefið út að hún muni svara blaðamönnum þá en allt bendir til þess að þar verði um átakafundi að ræða. Þingmaður sem Vísir ræddi við í gær sagði að neyðarfundir væru nánast í hverju horni húsakynna þingsins vegna málsins, sem er eldfimt. Samfylkingar og Píratar hafa talað um að vantraustyfirlýsing á Sigríði sé væntanleg og óhjákvæmileg, víki hún ekki úr embætti. Samkvæmt heimildum Vísis er ólíklegt að þingflokkur Vinstri grænna verji hana að þessu sinni þó svo hafi verið gert fyrir um ári. Alþingi Dómstólar Fréttaskýringar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. 13. mars 2019 12:00 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið er í uppnámi í kjölfar nýfallins dóms MDE sem hefur leitt til þess að millidómsstigið er lamað. Réttaróvissa er uppi. Þó menn greini á um hvar ábyrgðin nákvæmlega liggur; hvort þingið, síðasta ríkisstjórn, alþingi, jafnvel forsetinn með undirritun laga liggja allir þræðir til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún sem ráðherra ber ábyrgð á þeim málaflokki sem er undir. VG hafa mátt ganga svipugöng Vísir hefur talað við fjölda manns innan Alþingis. Stjórnarliðar hafa ekki viljað tala opinberlega en samkvæmt heimildum Vísis er þolinmæði baklands VG á þrotum. Fyrir lá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði mikið undir þegar hún ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt það sem á undan var gengið, stjórnarslit Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og undirliggjandi ástæðu þess. Þræðirnir liggja til Sigríðar Á. Andersen, bæði í tengslum við uppreist æru málið og ekki síður Landsrétt. Eins og grein Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í sumarbyrjun 2017 sýnir svo glögglega. Katrín hefur ekki ljáð á því máls við fjölmiðla að tjá sig um hina eldfimu stöðu sem nú ríkir.visir/vilhelm Flokkurinn hefur mátt þola háðsglósur, orð Drífu Snædal forseta ASÍ um að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri eins og að éta skít virðast ætla að verða að áhrínsorðum og fylgið hefur dalað. Meðan ekki sér högg á vatni hjá Sjálfstæðisflokknum frá kosningum. Virðist hér sannast hið forkveðna að flokkar sem ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fá að gjalda þess grimmilega meðan kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins haggast ekki. Forystumönnum hugnast ekki nýjar kosningar Samkvæmt heimildum Vísis vilja Sjálfstæðismenn standa fast við bak Sigríðar Á. Andersen. Málið teygir anga sína djúpt í flokkinn. Einn hinna fjögurra Landsréttardómara sem skipuð var í trássi við ráðleggingar hæfisnefndar er Arnfríður Einarsdóttir eiginkona Brynjars Níelssonar, þungavigtarþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að ef Vinstri grænir ætla að krefjast þess að Sigríður víki, þá muni þeir slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Fjármál Sjálfstæðisflokksins hafa versnað mjög á síðasta áratug, og eru ekki með þeim hætti að þeim geti hugnast að fara í kosningar á næstunni. En, víst er og á móti kemur að Sjálfstæðismenn eru ekki áfram um nýjar kosningar. Ekki er víst að þeir séu í stöðu til að setja VG stólinn fyrir dyrnar. Fjármál flokksins eru ekki með þeim hætti að hann telji sig í stöðu til að fara í kosningar að svo stöddu. Ólíklegt að Miðflokkur sé í stöðu til að stíga inn Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki margra kosta völ eftir síðustu kosningar. Og það sem stundum hefur verið nefnt í því sambandi, að flokkurinn myndi ríkisstjórn með aðkomu Miðflokksins í stað Vinstri grænna mun ekki vera inni í myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis eru það loftkastalar að telja það fræðilegan möguleika að Framsóknarflokkurinn gangi til ríkisstjórnarsamstarfs með Miðflokknum eftir allt það sem á undan er gengið; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf flokkinn með brigslyrðum og stofnaði Miðflokkinn beinlínis til höfuðs Framsóknarflokknum. Þá eru Klausturmálin þannig vaxin að það er nánast eins og flokkurinn sé geislavirkur. Bjarni hraðar sér á þingflokksfund fyrir stundu. Þar stendur til að ræða stöðu Sigríðar Á Andersen.visir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis eru forkólfar VG síður en svo áfram um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og hafa þeir lagt talsvert á sig til að halda baklandinu rólegu. Fylgi þeirra hefur dalað, þeir hafa ekki náð að hrinda sínum málum í framkvæmd sem gætu orðið til að fylgið braggist. Þá er talið, bæði þar innanbúðar sem og innan Sjálfstæðisflokks, að ekki sé mögulegt að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú þegar kjarasamningar eru lausir og kjaradeilur magnast dag frá degi. Að Sigríður stigi tímabundið til hliðar Það sem nú er því helst horft til, með að höggva á þennan hnút er að Sigríður Á. Andersen hverfi frá tímabundið. Þess er vænst að dómi MDE verði áfrýjað og það að hún stigi til hliðar verði rökstutt sem svo að rétt sé að hún sitji ekki meðan það mál er til afgreiðslu. Menn horfi þá til þess að hún geti komið aftur þegar rykið er sest, hvenær sem það verður. Og önnur spurning er svo sú hvort sú ráðstöfun dugi til að lægja öldur. Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 16 í dag, hann átti að vera í gær en var frestað vegna veru Katrínar í New York þar sem hún sat Kvennaþing. Þingflokkar eru nú að funda. Hugsanlega skýrast mál í kjölfar. Katrín hefur gefið út að hún muni svara blaðamönnum þá en allt bendir til þess að þar verði um átakafundi að ræða. Þingmaður sem Vísir ræddi við í gær sagði að neyðarfundir væru nánast í hverju horni húsakynna þingsins vegna málsins, sem er eldfimt. Samfylkingar og Píratar hafa talað um að vantraustyfirlýsing á Sigríði sé væntanleg og óhjákvæmileg, víki hún ekki úr embætti. Samkvæmt heimildum Vísis er ólíklegt að þingflokkur Vinstri grænna verji hana að þessu sinni þó svo hafi verið gert fyrir um ári.
Alþingi Dómstólar Fréttaskýringar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. 13. mars 2019 12:00 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. 13. mars 2019 12:00
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18