Dómarar við Landsrétt telja dóm MDE eiga við um þá alla Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 18:32 Dómur Mannréttindadómstólsins hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir/Hanna Engir dómar verða kveðnir upp í Landsrétti í vikunni í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun. Þeir líta svo á að dómurinn um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögleg eigi við um þá alla, ekki aðeins þá fjóra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar. Þetta kemur fram á vef RÚV. Fyrr í dag kom fram að ákveðið hefði verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dómsins en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra tilnefndi sem dómara við Landsrétt umfram aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari eru við störf við réttinn. Fjórði dómarinn, Ragnheiður Bragadóttir, er í námsleyfi. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur vakið hörð viðbrögð í dag og sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þau grundvallarréttindi einstaklinga að geta leitað til óvilhallra sjálfstæðra dómstóla vera í uppnámi. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, dómsmála vera orðin vanhæfan til þess að fylgja málinu eftir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Engir dómar verða kveðnir upp í Landsrétti í vikunni í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun. Þeir líta svo á að dómurinn um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögleg eigi við um þá alla, ekki aðeins þá fjóra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar. Þetta kemur fram á vef RÚV. Fyrr í dag kom fram að ákveðið hefði verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dómsins en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra tilnefndi sem dómara við Landsrétt umfram aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari eru við störf við réttinn. Fjórði dómarinn, Ragnheiður Bragadóttir, er í námsleyfi. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur vakið hörð viðbrögð í dag og sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þau grundvallarréttindi einstaklinga að geta leitað til óvilhallra sjálfstæðra dómstóla vera í uppnámi. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, dómsmála vera orðin vanhæfan til þess að fylgja málinu eftir. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43
Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28