Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stöð 2 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44