Það er farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards og Gunnar lenti í London í dag. Klár til þess að taka þátt í fjörinu.
Gunnar flaug til Bretlands í morgun og England tók honum opnum örmum með mígandi rigningu og roki. Verður ekki íslenskara.
Bardagavikan hefst formlega á morgun er bardagakapparnir þurfa að gefa fjölmörg viðtöl en Gunnar tók forskot á sæluna og byrjaði að tala við einhverja fjölmiðla um leið og hann lenti inn á hótelherbergi.
Þessi törn mun standa yfir fram á föstudagskvöld en Gunnar verður ekki truflaður á bardagadegi. Vigtun fer fram á föstudaginn en Gunnar hefur aldrei lent í vandræðum á vigtinni.
Gunnar var venju samkvæmt ákaflega rólegur og yfirvegaður við lendingu í London og virkar andlega tilbúin. Hann er einnig sagður vera í frábæru líkamlegu formi rétt eins og hann var í er hann barðist í Toronto í desember.
Það verður mikið húllumhæ síðan í O2-höllinni á laugardag en búist er við miklum fjölda Íslendinga á svæðið.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
Gunnar lentur í London

Tengdar fréttir

Gunnar niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC
Gunnar Nelson fjarlægðist topp tíu listann hjá UFC eftir helgina því hann er kominn niður í þrettánda sæti listans.

Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC
Gunnar Nelson er hlaðinn lofi í aðdraganda bardagans á móti Leon Edwards.

Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis
Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum.