Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 04:12 Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira