Norðmaður og fjórir Svíar fórust í flugslysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 08:23 Karoline Aadland var 28 ára og starfaði hjá norska Rauða krossinum. Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær. Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær.
Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15