Enski boltinn

Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér liggur Grealish á vellinum eftir árasina og verið að snúa árásarmanninn niður.
Hér liggur Grealish á vellinum eftir árasina og verið að snúa árásarmanninn niður. vísir/getty
Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum.

Alvarlegra atvikið varð í borgarslagnum í Birmingham er stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn í þeim eina tilgangi að kýla Jack Grealish, leikmann Aston Villa. Sú ákvörðun sprakk svo í andlitið á honum er Grealish skoraði sigurmark leiksins.

Áhorfandi hljóp einnig inn á völlinn í leik Arsenal og Man. Utd og stjakaði við Chris Smalling, leikmanni Man. Utd.

„Við erum komin á það stig að setja einstaklinga í bann fyrir að hlaupa inn á völlinn er einfaldlega ekki nóg,“ segir Phil Neville, fyrrum leikmaður Man. Utd.

„Atvik helgarinnar staðfesta hversu alvarlegt vandamálið er en mér finnst þetta hafa verið að versna í talsverðan tíma. Það eiga allir að taka þetta alvarlega. Það þarf róttækar aðgerðir til að svara þessu. Annað hvort að draga stig af liðum eða láta lið leika fyrir luktum dyrum.“

Seles var stungin í bakið af stuðningsmanni Steffi Graf. Hér má sjá hvernig blóðið lekur niður bak hennar eftir árásina.vísir/getty
Neville óttast að þetta geti endað á svipaðan hátt og hjá tenniskonuna Monicu Seles sem var stungin í bakið í leik árið 1993.

„Ég vil ekki vera of dramatískur en það muna margir eftir því skelfilega atviki. Við verðum að fara að vernda leikmenn því einn af þessum áhorfendum gæti hæglega verið með hníf eða annað vopn og þá myndi leikmaður slasast alvarlega. Ég hef verulegar áhyggjur af því í hvaða átt þessi mál eru að fara.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×